Helstu upplýsingar um hjólið
Hraði
Hjólið er með tvær hraðastillingar, önnur keyrir á 5 km/klst á Jafnsléttu en hin á 10km/klst á jafnsléttu - með þessum tveim stillingur er hægt að komast auðveldlega á milli hola og ef þú átt heima nokkuð nálægt golfvellinum leikur þú þér að keyra heiman frá þér.
Rafhlaða - ending
Ending á rafhlöðu er mismunandi eftir aðstæðum en hún dugar alla jafna 36 holur eða um 20 kílómetra. Rafhlaðan er Lithium 50mAh og er eins árs ábyrgð á henni en pláss er fyrir 2 rafhlöður á kerruni fyrir þá sem ætla sér að spila meira en 36 holur
Aukahlutir
Við einföldum fólki lífið og látum alla aukahluti fylgja með í kaupunum, festingu fyrir skortkort og regnhlíf ásamt fjarstýringu fyrir hjólið þegar verið er að keyra það inn í bíl.
Dekkin
Dekkin á hjólinu eru sérstaklega hönnuð fyrir golfvelli og virka mjög vel í öllum veðrum þó að auðvitað sé mælt með því að fara varlega í rigningu en blautt gras getur verið mjög sleipt.
